Fimmtudagur 12. janúar 2017 kl. 20:00

Suðurnesjamagasín á dagskrá Hringbrautar í kvöld

– Suðurnesjafólk ársins og hvað er markverðast á nýliðnu ári?

Núna kl. 20:00 hófst útsending á þætti vikunnar af Suðurnesjamagasíni sem Sjónvarp Víkurfrétta framleiðir. Í þætti vikunnar er viðtal við fulltrúa „Stopp - hingað og ekki lengra!“. Þrýstihópurinn eru menn ársins 2016 á Suðurnesjum að mati Víkurfrétta. Hópurinn var stofnaður á samfélagsmiðlinum Facebook snemma í júlí 2016. Markmið hópsins er að þrýsta á að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og úrbætur gerðar á umferðarmannvirkinu í kjölfar banaslyss sem varð á Reykjanesbraut við Hafnaveg. Í þrýstihópnum eru 16.000 einstaklingar sem lögðust á árarnar í baráttu fyrir betri Reykjanesbraut.
 
Í síðari hluta þáttarins er svo rætt við nokkra unga Suðurnesjamenn um hvað þeim fannst markverðast á nýliðnu ári og hvernig þau horfa á Suðurnes til framtíðar.
 
Suðurnesjamagasín er í háskerpu í spilaranum hér að ofan.