25.03.2013 21:30

Suðurnesjamagasín // 6. þáttur

Sjötti þáttur af Suðurnesjamagasíni, frétta- og mannlífsþætti í umsjón Víkurfrétta, er orðinn aðgengilegur hér á vf.is

Þátturinn í kvöld er fjölbreyttur að vanda. Tveir stórir vinnustaðir á Suðurnesjum eru heimsóttir. Annars vegar tökum við hús á flugþjónustufólkinu hjá IGS og eins heimsækjum við Skólamat í Reykjanesbæ sem eldar yfir 7000 máltíðir hvern virkan dag. Í þættinum í kvöld tökum við hús á Leikfélagi Keflavíkur sem setur á svið bráðfyndinn farsa. Einnig segir Selma Hrönn Maríudóttir okkur frá barnabókum sem hún er að skrifa og Óli Haukur ljósmyndari sýnir okkur magnaðar norðurljósamyndir sem hann hefur verið að taka. Við förum á æfingu hjá Taekwondo-fólki í Keflavík og Valdimar Guðmundsson syngur lokalag þáttarins í kvöld.