25.02.2013 21:30

Suðurnesjamagasín // 2. þáttur

Hér er Suðurnesjamagasín þessarar viku. Þetta er 2. þáttur í nýrri seríu af þessum frétta- og mannlífsþláttum frá Suðurnesjum. Þátturinn verður einnig sýndur á sama tíma á Bæjarrásinni á kapalkerfinu í Reykjanesbæ og hér á vf.is.

Í þætti kvöldsins er rætt við Valgerði Guðmundsdóttur menningarfulltrúa Reykjanesbæjar þar sem hún kynnir starfsemi Duushúsa fyrir áhorfendum. Nýtt bardagahús fyrir Júdó og Taekwondo í Reykjanesbæ hefur verið opnað og er innlit þangað í þættinum. Þá er rætt við Björn Óla Hauksson, forstjóra ISAVIA, um leiðir til að fjölga ferðamönnum á Suðurnesjum og afla meiri tekna inn á svæðið.

Í seinni hluta þáttarins förum við í Garðinn þar sem þrír bræður eru að gera upp fjallabíla. Rætt er við Róbert Ragnarsson, bæjarstjóra í Grindavík, um uppbyggingu íþróttamannvirkja, keflvískar körfuboltakonur fagna í þættinum og að endingu tekur sönghópurinn Vox Felix lagið en hópurinn syngur Eurovisionlagið Ég á líf með gospelívafi í Keflavíkurkirkju.

Þátturinn fór í loftið í nú kl. 21:30 á ÍNN og einnig á kapalkerfinu í Reykjanesbæ. Þá er þátturinn aðgengilegur í heild sinni hér á vf.is.