Sunnudagur 23. desember 2012 kl. 15:35

Skemmtileg töfraheimsókn í Innri Njarðvík

Halldór Matthías er tólf ára strákur í Innri Njarðvík. Hann er mikill áhugamaður um töfrabrögð. Á dögunum var töframaðurinn Einar Mikael með leik á Fésbókarsíðu sinni þar sem mamma hans Halldórs ákvað að skrá son sinn til leiks.

Halldór missti föður sinn fyrir þremur árum en þeir feðgar höfðu verið mjög samrýmdir og voru töfrabrögð sameiginlegt áhugamál þeirra. Þeir horfðu mikið á alla þætti um töfrabrögð. Töfrabrögðin hafa einnig hjálpað Halldóri mikið í að takast á við fráfall föður síns.

Einar Mikael gaf út kennsludisk með töfrabrögðum nú fyrir jólin. Diskinn má fá í flestum verslunum og fæst m.a. hjá Eymundsson í Reykjanesbæ. Þá má benda á skemmtilegt töfraefni á vefsíðunni www.tofrabrogd.is.