Sunnudagur 23. apríl 2017 kl. 18:35

SjónvarpVF: Stóraukin framleiðsla á heitu vatni í Svartsengi

„Eftir þessar breytingar á eignarhaldi og uppskiptingu (Hitaveitu Suðurnesja), þá hefur til dæmis heitavatns framleiðsla í Svartsengi verið stóraukin til þess að mæta aukinni eftirspurn. Lagst var í verulega fjárfrekar framkvæmdir til þess að auka framleiðslugetuna á heitu vatni til þess að það væri alltaf til nóg. Það er skylda okkar að mæta þessum þörfum. Raforkuna seljum við áfram á samkeppnishæfu verði, í samkeppni við aðra á markaðnum. Þannig að þessar áhyggjur, að vatn og rafmagn myndi hækka í verði þegar sveitarfélögin voru ekki lengur í meirihluta eigenda Hitaveitu Suðurnesja, nú síðar HS Orku, þær hafa algjörlega að engu orðið,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku í viðtali við Víkurfréttir.

Í seinni hluta viðtalsins sem birtst hér kemur Ásgeir einnig inn á samning HS Orku við Norðurál varðandi orkusölu til álvers í Helguvík.