Föstudagur 4. september 2015 kl. 16:20

SjónvarpVF: Lög unga fólksins í Andrews

Fimmta sýning Bliks í auga, - Lög unga fólksins, fékk frábærar viðtökur í Andrews bíósalnum á Ásbrú á miðvikudagskvöld. Um fimmhundruð manns, flestir miðaldra, bökkuðu nokkra tugi ára aftur í tímann og dilluðu sér undir lögum frá eða sungin á sínum tíma af Gibb-bræðrum, Micheal Jackson, Paul McCartney, John Lennon, Elvis Presley, Fleetwood Mac og fleirum.

Áður en þetta allt gerðist kíkti Sjónvarp Víkurfrétta á æfingu og ræddi við Kristján Jóhannsson, sögumann sýningarinnar.

Hér á lesa umfjöllun um frumsýninguna.