Fimmtudagur 30. október 2014 kl. 13:10

SjónvarpVF: Búið að byggja upp alla innviði

– Sjáið viðtal við Árna Sigfússon fv. bæjarstjóra eftir íbúafundinn í gærkvöldi

„Það vita allir hvað búið er að gera í þessu samfélagi. Það er búið að gjörbylta þessu samfélagi. Það er búið að byggja hér upp alla innviði. Við erum með bestu skóla, við erum með öflugt samgöngukerfi, við erum með allt í góðum gír, þannig að það hefur kostað en gagnrýnin er á að það hafi kostað okkur of mikið en það er auðvitað vegna þess að atvinnulífið hefur látið á sér sitja þegar við vorum að búast við því að stórir hlutir væru að gerast,“ segir Árni Sigfússon bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Árna eftir íbúafundinn í Stapa í gærkvöldi þar sem skýrsla KPMG um fjármál Reykjanesbæjar var kynnt fyrir íbúum bæjarins. Viðtalið við Árna er í meðfylgjandi myndskeiði.