Sunnudagur 16. nóvember 2014 kl. 14:56

Sjónvarp VF: Ráðstefnur í Reykjanesbæ

– 200 manna ráðstefna í Hljómahöll

Sjö ráðherrar Norðurlandanna og fyldarlið sátu tveggja daga fund en samhliða fór fram ráðstefna um orkumál, atvinnumál og nýsköpun í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í vikunni.

„Það er auðvitað skemmtilegt að geta hýst þessa ráðstefnu og fund hér í Reykjanesbæ. Hér var öll aðstaða til staðar, gisting, fundaraðstaða af bestu gerð og veitingaþjónusta,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta.

Ráðstefnuhald í Hljómahöll á eftir að skipta Reykjanesbæ miklu máli en ráðherrafundurinn í vikinni var í raun góð generalprufa á slíkt ráðstefnuhald.