Föstudagur 15. apríl 2016 kl. 11:35

Sjónvarp VF: Óvissa í Reykjanesbæ

- viðtal við Kjartan Má Kjartansson um stöðuna framundan í Reykjanesbæ

Nokkur óvissa ríkir í Reykjanesbæ með hvað taki við þegar bænum verður skipuð sérstök fjárhaldsstjórn. Bæjarstjórinn getur ekki svarað því hver áhrifin verða á hinn almenna bæjarbúa. Þá er ekki vitað hversu harkalega verður ráðist í niðurskurð.

Fjárhaldsstjórnin á að tryggja grunnþjónustu í Reykjanesbæ en í viðtali Víkurfrétta við Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra nú í morgun kom m.a. fram að rekstur leikskóla er t.a.m. ekki grunnþjónusta og heldur ekki bæjarhátíðin Ljósanótt.

Hér að neðan má sjá og heyra viðtal við bæjarstjórann um hvað er búið að eiga sér stað síðustu viku og hvað sé framundan.