Miðvikudagur 24. desember 2014 kl. 23:00

Sjónvarp VF: Komin á steypirinn í júdó

– Sjónvarp Víkurfrétta tekur saman sýnishorn frá árinu 2014

Katrín Ösp Magnúsdóttir júdókona þjálfar börn í Vogum í júdó og lét það ekki aftra sér við þjálfunina þó hún væri gengin átta mánuði með sitt fjórða barn. Þegar Sjónvarp Víkurfrétta tók hús á Katrínu Ösp var hún að þjálfa ungar stúlkur í Vogum. Á þessari stundu vissi hún ekki hvort bumbubúinn væri strákur eða stelpa. Bumbubúinn reyndist svo vera strákur sem fæddist 25. mars. Hann vó 4034 g. og er 52 cm. langur. Innslagið um Katrínu er í meðfylgjandi myndskeiði.