29.12.2016 21:30

Sjónvarp VF: Brot af því besta úr 50 þáttum ársins 2016

Það er óhætt að segja að það sé komið víða í síðasta Suðurnesjamagasíni Sjónvarps Víkurfrétta á árinu 2016. Frumsýning er á sjónvarpsstöðinni Hringbraut kl. 21.30 en á sama tíma má sjá þáttinn á vf.is og hjá Kapalvæðingu í Reykjanesbæ.

Í þætti vikunnar er brot af því besta úr fimmtíu þáttum Sjónvarps Víkurfrétta á árinu. Innslögin í þáttunum eru nærri tvöhundruð og við tökum stutt brot úr öllum þáttunum á árinu. Þessi þáttur er í raun nokkurs konar annáll Suðurnesja 2016.

Njótið vel og gleðilegt ár!