Mánudagur 11. apríl 2016 kl. 07:00

Sjónvarp VF: Björgunarminjar í skýli 885

- sjáðu innslagið úr Sjónvarpi Víkurfrétta hér!

Í stóra flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli, sem staðkunnugir þekkja sem Átta Átta Fimm, má ennþá finna lykt af sögunni frá því þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins var hér með öll sín tæki og tól. Á þröngum og dimmum gangi er sagan upp um alla veggi.

Sjónvarp Víkurfrétta skoðaði hluta af sögunni með Sigurði B. Magnússyni starfsmanni á Keflavíkurflugvelli.