11.04.2017 13:00

Sjónvarp: Varnarliðið stór hluti af okkar sögu

Víkurfréttir heimsóttu byggðarsafn Reykjanesbæjar á dögunum þar sem Sigrún Ásta Jónsdóttir safnstjóri fór yfir merka muni sem varðveittir eru í gríðarlega stóru geymsluhúsnæði safnsins. Saga varnarliðins á Vellinum er stór hluti af sögu Suðurnesja og ber safnið þess merki enda má finna þar fjölmargt sem tengist byggðinni sem nú kallast Ásbrú. Sýningin íbúð Kanans hafði nýlega verið tekin niður en þar var gefin innsýn í líf varnarliðsmanna eins og það var áður en Bandaríkjamenn fluttu burt af svæðinu árið 2006. Heimsóknina má sjá í meðfylgjandi myndbandi.