Miðvikudagur 12. apríl 2017 kl. 09:00

Sjónvarp: Tók upp tvær sekúndur á dag

Fæðing frumburðarins stóð upp úr í frumlegu myndbandi

Njarðvíkingurinn Arnar Stefánsson tók upp allt árið 2016 á myndband en það var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Arnar hefur þann háttinn á að taka bara upp tvær sekúndur á dag af alls kyns atburðum. Allt frá fæðingu frumburðarins frá uppvaski eða bíóferð. Þegar allar þessar sekúndur eru settar saman þá er útkoman magnað myndband sem lýsir lífi Íslendings ansi vel.

Arnar segist oftast taka upp bara þetta eina skipti á dag en stundum verða þetta 3-4 myndbönd á dag, allt fari það eftir því hversu viðburðarríkur dagurinn er. Arnar viðurkennir að stundum geti verið erfitt að velja bara eitt myndband til dæmis þegar fjölskyldan er á ferðalagi. „Þá gerist svo mikið á hverjum degi, en þá reyndi ég bara að velja myndband sem lýsti deginum sem best og hjálpaði mér að muna sem mest eftir öllum deginum.“