Laugardagur 6. febrúar 2016 kl. 10:00

Sjónvarp: Til fundar við bæjarbúa

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur undanfarna daga heimsókn stofnanir og deildir bæjarins til að veita starfsmönnum og bæjarbúum upplýsingar um rekstur og starfsemi sveitarfélagsins.

Bæjarstjórinn er núna hálfnaður á yfirferð sinni en almennum vinnustöðum og hópum í Reykjanesbæ stendur einnig til boða að fá bæjarstjórann á sinn fund þar sem farið er yfir stöðuna og fólki gefst kostur á að spyrja spurninga.

Kjartan Már heimsótti kennarastofuna í Heiðarskóla í Keflavík í vikunni og þar brunnu skólamálin helst á fólki. Sjónvarp Víkurfrétta tók bæjarstjórann tali eftir fundinn.