Sunnudagur 19. maí 2019 kl. 20:21

Sjónvarp: Sumrinu fagnað í anda Unu í Garði

Hollvinafélag Unu í Sjólyst voru stofnað í Garði árið 2011. Una var kölluð Völva Suðurnesja en hún var sögð hafa tengingar í aðra heima. Þá var Una vel kunn í Garði fyrir það hversu barngóð hún var og af störfum sínum fyrir barnastúkuna Siðsemd nr. 14. Una lést árið 1978, þá 82 ára að aldri.
 
Hollvinafélagið hefur haft það fyrir sið að byrja sumarstarf sitt á Sumardaginn fyrsta og það gerði félagið einnig á þessu ári þrátt fyrir að unnið sé að endurbótum í Sjólyst, gamla húsinu hennar Unu. 
 
Víkurfréttir voru á ferðinni á fyrsta degi sumars og litu í kaffi til Hollvinafélagsins sem fram fór í Samkomuhúsinu Garði að þessu sinni. 
 
Erna Marsibil Sveinbjarnardóttir er formaður Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst, Garði. Við tókum hana tali á Sumardaginn fyrsta.