21.12.2016 11:09

Sjónvarp: Samið við kröfuhafa Reykjanesbæjar - bæjarstjóri fer yfir stöðuna

Undanfarin misseri hefur verið unnið að endurskipulagningu fjármála Reykjanesbæjar og hefur sveitarfélagið m.a. átt í viðræðum við helstu kröfuhafa sína með það að markmiði að endurskipuleggja efnahagsreikning samstæðu A og B hluta sveitarfélagsins. Viðræður hafa nú skilað árangri með að skilmálar samkomulags liggja fyrir við lánveitendur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, sem nú er alfarið í eigu Reykjanesbæjar, en viðræðum við kröfuhafa Reykjaneshafnar er ólokið. 
 
Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra um málið en viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.