Sunnudagur 7. apríl 2019 kl. 11:27

Sjónvarp: Konur sækja í húsasmíði

Iðnnám er í dag ein af grunnstoðum Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Í húsasmíðadeild skólans eru nú 34 nemendur og þar af eru þrjár stúlkur sem eru óvenju margt.

Aðeins ein stúlka hefur útskrifast sem húsasmiður frá FS á þeim nítján árum sem Gunnar Valdimarsson húsasmíðameistari hefur kennt við skólann.

Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í heimsókn á húsasmíðabrautina í FS. Innslagið er í spilaranum hér að ofan.