04.05.2017 11:10

Sjónvarp: Hairspray í uppsetningu Vox Arena

Brynja Ýr Júlíusdóttir, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, er allt í öllu í nýju leikriti Vox Arena

Vox Arena, listaráð Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, frumsýndi á dögunum leikritið Hairspray eftir langt og strangt æfingaferli. Þar fór Brynja Ýr Júlíusdóttir með eitt af aðalhlutverkum leikritsins, en hún kom að ýmsu öðru í ferlinu, vægast sagt, en þar á meðal er hún formaður Vox Arena. Víkurfréttir hittu Brynju í Frumleikhúsinu.