Fimmtudagur 5. febrúar 2015 kl. 13:38

Sjónvarp: Ferskur fiskur í flug og fleira áhugavert

– í fimmta þætti Sjónvarps Víkurfrétta á þessu ári.

Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Í þætti kvöldsins förum við til Grindavíkur og kynnum okkur veiðarfæragerð sem er í raun þægileg innivinna með fjölskylduvænum vinnutíma. Einnig tökum við hús á Grindvíkingum númer 3000 og 3001.

Í seinni hluta þáttarins förum við á bryggjuna í Sandgerði og fylgjumst með löndun á ferskum þorski. Við sjáum hvernig hann er unninn í flug hjá Fiskverkun K&G í Sandgerði og ræðum við þá bræður Kjartan og Garðar Guðmundssyni sem hafa byggt upp glæsilegt fyrirtæki á sautján árum.

Fyrir ykkur sem viljið horfa á þátt kvöldsins í HD, þá er hægt að nálgast nýjasta þátt Sjónvarps Víkurfrétta hér að neðan.