Laugardagur 25. júní 2016 kl. 07:00

Sjónvarp: Engir tveir pennar eins hjá Finnboga

Finnbogi Unnsteinn Gunnlaugsson, sem býr í Grindavík, keypti sér rennibekk í Hafnarfirði fyrir áratug síðan. Rennibekknum fylgdi poki með ýmsu dóti, meðal annars græjum til að búa til penna. Hann prufaði græjurnar og síðan var ekki aftur snúið og hefur Finnbogi smíðað marga penna, flesta úr viði en einnig úr hornum af nautum og hreindýrum. Þar sem pennarnir eru gerðir fríhendis eru engir tveir eins.

Sjónvarp Víkurfrétta tók hús á Finnboga og ræddi við hann um þetta áhugamál.