Mánudagur 16. október 2017 kl. 14:57

Sjónvarp: Eldri borgarar bæta á sig vöðvamassa

„Til viðbótar við þol- og styrktarþjálfun þá kemur næringin til sögunnar og við höfum verið með ráðgefandi upplýsingar og fræðsluerindi um næringu, sem skiptir öllu máli. Til að bæta á þig vöðvamassa þarftu að borða rétt og fá bestu næringuna. Þannig erum við að reyna að efla þá tengingu við þjálfunina. Ef við náum þessu þá erum við í rauninni að ná helstu markmiðum eldri aldurshópa og þá eru þau tilbúin að geta sinnt athöfnum daglegs lífs eins og kostur er,“ segir Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur, sem hefur undanfarnar vikur verið að leiðbeina eldri borgurum í Reykjanesbæ í heilsueflingu.

Suðurnesjamagasín Víkurfrétta hitti Janus og eldri borgara við æfingar, bæði í Massa í Njarðvík og eins í Reykjaneshöllinni. Innslagið er í spilaranum hér að ofan.