Fimmtudagur 22. júní 2017 kl. 06:00

Sjónvarp: Ævinlega þakklát

— að hafa fengið að kynnast skátahreyfingunni

Skátafélagið Heiðabúar er 80 ára á þessu ári. Það voru átta ungir drengir sem komu saman 15. september 1937 og stofnuðu félagið. Einn af þeim var Helgi S. Jónson sem varð fyrsti félagsforinginn. Sett hefur verið upp sýning í Duushúsum þar sem farið er yfir sögu félagsins og ýmsir munir sýndir úr sögu þess. 
 
Ein af þeim sem hefur verið viðloðandi skátafélagið Heiðabúa í mörg ár er Eydís Eyjólfsdóttir eða Dísa eins og hún er yfirleitt kölluð. 
 
Við settumst niður með henni í Duushúsum og ræddum við hana um skátastarfið og sögu Heiðabúa.
 
Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.