Fimmtudagur 20. apríl 2017 kl. 20:00

Sjónvarp: 500 íbúða hverfi og auðlindagarður

- meðal efnis í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 og aftur kl. 22.
 
Í þætti vikunnar skoðum við nýtt hverfi, Hlíðahverfi, sem er að fara að rísa í Reykjanesbæ. Við ræðum við verktakann sem ætlar að byggja 500 íbúðir í hverfinu og heyrum hljóðið í bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem tók fyrstu skóflustunguna að byggðinni.
 
HS Orka er einn af máttarstólpum Auðlindagarðsins á Reykjanesi. Við tókum hús á Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra HS Orku, á dögunum. Síðari hluti viðtalsins við Ásgeir er í þætti vikunnar.
 
Suðurnesjamagasín kíkti einnig í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á dögunum þegar fram fór starfshlaup skólans. Við ræðum við kappsfulla nemendur og sjáum svipmyndir úr starfshlaupinu.
 
Suðurnesjamagasín er vikulegur fréttatengdur mannlífsþláttur, sýndur á fimmtudagskvöldum á Hringbraut og á sama tíma er þátturinn aðgengilegur hér á vef Víkurfrétta. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan í háskerpu.