Sunnudagur 1. febrúar 2015 kl. 13:51

Sjónvarp: 200 lúðrarsveitarkrakkar í Hljómahöll

– sjáið innslag Sjónvarps Víkurfrétta frá lúðrasveitamótinu

Um tvöhundruð krakkar mættu á landsmót skólalúðrasveita í Hljómahöll um síðustu helgi. Nemendurnir komu frá tólf stöðum á landinu.

Að sögn Hörpu Jóhannsdóttur, tónlistarkennara í Tónlistarskóla Reykanesbæjar, heppnaðist mótið mjög vel og gestirnir nutu þess að vera í glæsilegri aðstöðu í Hljómahöllinni. Tvennir tónleikar voru haldnir á mótinu og voru þeir í Stapa. Meðfylgjandi myndir voru teknar á seinni tónleikunum.

Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Hörpu og má sjá það í meðfylgjandi innslagi.