Miðvikudagur 29. október 2014 kl. 09:53

Sjónvarp: Lætur drauma sína rætast í Danmörku

– Halla Ben komst á pall á tískuviku í París

Halla Ben hefur skapað sér sérstöðu með vörur úr íslenskri ull í Danmörku. Hún er líklega fyrsta manneskjan af Suðurnesjum sem hannar flík sem kemst á sýningarpall á tískuviku í París. Halla starfar nú með skærustu stjörnu Dana í hönnunarbransanum.

Halla Benediktsdóttir er þekktust undir nafni hönnuðarins Halla Ben. Halla hefur verið að gera góða hluti við að kynna íslenska ull í Danmörku, þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum og kvennalandsliðsþjálfaranum, Hrannari Hólm. Halla var stödd á landinu fyrir skömmu og hélt námskeið í Myllubakkaskóla og hjá MSS. Hún sagði Sjónvarpi Víkurfrétta frá draumum sínum sem hún hefur heldur betur látið rætast.