Fimmtudagur 28. apríl 2016 kl. 16:59

Sjóðheitur hálftími frá Sjónvarpi Víkurfrétta

– Magasínþáttur um mannlíf, menningu og atvinnulíf á Suðurnesjum

Sjónvarpsfólk Víkurfrétta hefur farið víða síðustu daga í efnisöflun fyrir þáttinn en í Sjónvarpi Víkurfrétta er fjallað um menningu, mannlíf og atvinnulífið á Suðurnesjum í hverri viku.

Í fyrri hluta þáttarins í þessari viku förum við til Grindavíkur og ræðum við Höllu Maríu Svansdóttur um hollari mat. Við heyrum tóndæmi frá söngvaskáldum Suðurnesja og sjáum Ófríðu stúlkuna sem skilaði sér á bókasafn eftir rúm 70 ár í felum í Keflavík.

Í síðari hluta þáttarins kynnum við okkur framkvæmdir við gamla vitann á Garðskaga, etjum saman skólahreystiliðum Holtaskóla og Stóru-Vogaskóla og heyrum Má Gunnarsson flytja frumsamið lag á tónleikum Hljómlistar án landamæra.

Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Þáttinn má sjá hér að ofan í háskerpu. Áhorfendur eru hvattir til að stilla spilarann á 1080P myndgæði.