Fimmtudagur 26. júní 2014 kl. 03:27

Sjáðu stærstu flugvél heims lenda á KEF

– þyngsti farmurinn um borð vigtar 141 tonn

Stærsta flugvél heims, Antonov AN-225, lenti á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í nótt. Vélin kemur hingað til lands frá Þýskalandi og er á leið til Kanada með búnað til gasvinnslu. Þyngsti hluturinn sem vélin flytur að þessu sinni er 141 tonn að þyngd.

Vélin kom inn til lendingar úr vestri en fjölmargir fylgdust með lendingu vélarinnar víðsvegar umhverfis Keflavíkurflugvöll. Myndatökumaður Sjónvarp Víkurfrétta var hins vegar við lendingarsvæðið og tók upp meðfylgjandi myndskeið.