22.02.2018 20:00

Rokksigling og sundkennsla í Suðurnesjamagasíni

Við förum í rokksiglingu með Sólnýju Pálsdóttur og fjölskyldu í Suðurnesjamagasíni þessarar viku. Einnig förum við á sundæfingu hjá NES og ræðum þar við þjálfara og iðkanda sem hefur á stuttum tíma náð góðum tökum á sundinu. Einnig heyrum við lag frá Söngvaskáldum á Suðurnesjum.
 
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 20:00.