12.03.2013 13:06

Risastór starrahópur í Keflavík - video

Hann var heldur betur myndarlegur starrahópurinn sem varð á vegi myndasmiðs Víkurfrétta síðdegis á sunnudag. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá fuglahópinn sem svart ský við Bergið í Keflavík. Þaðan tekur hópurinn svo stefnuna upp í bæ.

Næst hitti myndasmiðurinn fuglahópinn fyrir á horni Vesturgötu og Kirkjuvegar þar sem hann hafði komið sér þétt fyrir á húsþaki, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Ljósmyndin var hins vegar tekin þar sem fuglarnir höfðu komið sér fyrir í garðinum við húsið og eins og sjá má skipta þeir hundruðum.