Miðvikudagur 10. ágúst 2016 kl. 23:19

Reykjanesbrautin: Ráðherrar bjartsýnir og sammála að flýta framkvæmdum

Suðurkjördæmis ráðherrarnir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sögðu á fundi með framkvæmdahópi um örugga Reykjanesbraut í Duus-húsum í dag að þau væri bjartsýn á að framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fitjum í Njarðvík að flugstöð Leifs Eiríkssonar yrði flýtt.

Þau eru sammála um mikilvægi þess að ljúka frekari framkvæmdum við brautina upp að flugstöð. Páll Ketilsson, ritstjóri VF ræddi við þau eftir fundinn með framkvæmdahópnum.