Föstudagur 19. apríl 2013 kl. 14:26

Ragnheiður Elín útskýrir skattastefnu sjálfstæðismanna

- Boða lækkun tekjuskatts, virðisaukaskatts og leggja til skattaaflátt sem leggst inn á höfuðstól húsnæðislána

Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, telur brýnt að lækka skatta á næsta kjörtímabili. Í viðtali við Víkurfréttir útskýrir hún þá leið sem Sjálfstæðismenn boða fyrir komandi Alþingiskosningar. Sjálfstæðismenn ætla að lækka tekjuskatta, virðisaukaskatt og boða skattaafslátt fyrir heimilin sem rennur inn á höfuðstól húsnæðislána.