Fimmtudagur 30. janúar 2014 kl. 10:41

Pétur Jóhann fór á kostum á þorrablóti í Garði - myndband

- Efaðist um eigið heilbrigði þegar hann tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni í fyrra.

Þorrablót Suðurnesjamanna var haldið í íþróttahúsinu í Garði laugardagskvöldið 25. janúar síðastliðin. Það eru björgunarsveitin Ægir og Knattspyrnufélagið Víðir sem hafa staðið að þorrablótinu síðustu fimm ár.

Guðmundur Magnússon hjá Steinboga kvikmyndagerð í Garði hefur tekið saman myndband frá þorrablótinu þar sem sjá má brot úr dagskrá kvöldsins. Meðal annars er uppistand Péturs Jóhanns Sigfússonar sem sagði frá frá raunum sínum á síðasta ári.