18.04.2013 15:49

Páll Valur: Suðurnesjamenn þurfa að standa saman - VefTV

- Páll Valur Björnsson leiðir lista Bjartrar framtíðar í Suðurskjördæmi

Páll Valur Björnsson, oddviti Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi, leit við hjá Víkurfréttum í dag. Hann ræddi kosningabaráttuna og stefnir að því að komast inn á þing í Alþingiskosningunum sem eru á næsta leiti. Páll telur einnig gríðarlega nauðsynlegt fyrir Suðurnesin að eignast sterka sveit þingmanna sem eru tilbúnir berjast fyrir bættum hag á svæðinu.