Laugardagur 5. maí 2018 kl. 08:00

Örþörungarækt í fremstu röð í Reykjanesbæ

- Algalíf er yfir þriggja milljarða króna fjárfesting á Ásbrú

Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur fest kaup á núverandi húsakynnum fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Áður leigði félagið húsakostinn af Þróunnarfélagi Keflavíkurflugvallar. Með kaupunum kemur til Íslands ný erlend fjárfesting upp á 350 milljónir en norskir eigendur fyrirtækisins hafa þegar fjárfest rúmlega þremur milljörðum króna í fyrirtækinu.

Kaup á húsnæðinu festir starfsemi fyrirtækisins á Íslandi enn frekar í sessi en Algalíf er leiðandi í heiminum í ræktun á örþörungum og framleiðslu virkra efna úr lífmassa þeirra.

Við hittum Orra Björnsson framkvæmdastjóra Algalíf og fengum hann til að segja okkur frá fyrirtækinu. Viðtalið er í spilaranum hér að ofan