01.11.2017 05:00

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir

Stífar æfingar eru þessa dagana hjá Leikfélagi Keflavíkur en stefnt er að því að frumsýna Dýrin í Hálsaskógi þann 3. nóvember næstkomandi í Frumleikhúsinu.

Sigurður Smári Hansson, sem leikur Lilla klifurmús, segir það ofboðslega gaman að taka þátt í þessari sýningu. „Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um það að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Þegar við lásum fyrst yfir handritið þá fattaði maður hvað þetta er skemmtilegt verk. Ég var búinn að hlusta á þetta mörg hundruð sinnum þegar ég var krakki, svo las maður þetta yfir núna og það eru svo margir brandarar fyrir fullorðna sem maður fattaði ekki þegar maður var lítill. Ég mæli með þessu fyrir alla.“

Víkurfréttir spjölluðu við leikarana í Frumleikhúsinu í Keflavík.