Laugardagur 16. febrúar 2019 kl. 07:00

Nýtt framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð á Ásbrú

- Sjáið innslagið úr Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta

Nýtt framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð hefst haustið 2019 hjá Menntaskólanum Ásbrú, sem er nýjasta afkvæmi Keilis. Í boði er námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð verður í boði á vegum Keilis frá og með næsta hausti, samkvæmt samkomulagi milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Keilis. Námið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum en með samkomulaginu hefur ráðuneytið nú veitt skólanum leyfi til inntöku allt að 40 nýnema á haustönn 2019. 
 
Suðurnesjamagasín Víkurfrétta kynnti sér nýju námleiðina og ræddi við þau Nönnu Kristjönu Traustadóttur sem veitir Menntaskólanum Ásbrú forstöðu og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis.