19.09.2017 07:00

Nemendur vinnuskólans kynntu sér verknám í FS

Látum verkin tala - Verknámssmiðjur í FS fóru fram samstarfi Reykjanesbæjar og Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrr í sumar. Markmið verkefnisins er að kynna og vekja áhuga nemenda sem voru að ljúka 9. bekk grunnskóla á verknámi.
 
Verknámssmiðjurnar voru hluti af vinnuskólanum þar sem nemendum bauðst kostur á að velja smiðjur í háriðn, textíl, rafmagni, húsasmíði og/eða málmsuðu þegar þeir skráðu sig í vinnuskólann fyrr á þessu ári. Nemendur fá að vinna verkefni en með þessum hætti er vonast til að nemendur geti valið námsleiðir eftir sínu áhugasviði.
 
Íslenskir aðalverktakar, Isavia og Verslunarmannafélag Suðurnesja styrktu verkefnið.