Fimmtudagur 14. september 2017 kl. 20:00

Mögnuð saga Fríðu Dísar

- ásamt hátíð í Höfnum, fótbolta og fleiru í Suðurnesjamagasíni

Fríða Dís Guðmundsdóttir segir okkur magnaða sögu í nýjasta þættinum af Suðurnesjamagasíni. Hún og Þorsteinn, eiginmaður hennar, reyndu í 57 mánuði að eignast barn. Það tókst og í heiminn kom hann Dagur. Fríða segir okkur frá bæði gleði og sorg í ferlinu öllu og hvernig það svo rataði í myndlistarsýningu sem er í Duus safnahúsum.

Við förum einnig á hátíð í Höfnum, í fótbolta og í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöld kl. 20:00 og aftur kl. 22:00. Í spilaranum á síðunni má sjá þáttinn í háskerpu.