04.04.2013 08:51

Mangi á Mel í minningarbroti úr Garðinum

Magnús Tobíasson eða Mangi á Mel (f.1866 - d.1956) kom í Garðinn um aldamótin 1900, frá bænum Mel á Akranesi. Mangi var sjómaður alla tíð og réri lengst af með formanninum Árna Boga hjá útgerð Finnboga Lárussonar, Milljónafélaginu og svo hjá Guðmundi Þórðarsyni.

Mangi réri líka lengi einn á litlum árabát úr Gerðavör og er það mörgum minnistætt.