Laugardagur 28. desember 2013 kl. 08:00

Lúðrablástur á Þorláksmessu - myndskeið

Stemmningin var góð á Þorláksmessu við Hafnargötuna í Keflavík en jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék jólalög og jólasveinar gáfu nammipoka í boði „Jóladaga á Suðurnesjum“ og Betri bæjar. Þá var Skyrgámur á ferðinni og hann vakti mikla athygli í miðbænum á Þorláksmesu enda í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Meðfylgjandi myndskeið tók Hilmar Bragi í Þorláksmessustemmningunni við Hafnargötuna.