07.03.2017 09:07

Logi Gunnarsson: Ástæðan fyrir því að maður vill vera í þessu til 45 ára

Logi Gunnarsson, lykilleikmaður Njarðvíkingar í Domino's deildinni í körfu var sáttur með sigur gegn ÍR í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Víkurfréttir ræddu við Loga eftir leikinn en kappinn fór á kostum í þriðja leikhluta þegar hann skoraði fjórar þriggja stiga körfur í röð. Hann sagði að það hefði verið gaman að leika fyrir fullu húsi í Ljónagryfjunni og þetta væri ástæðan fyrir því að hann vildi vera í þessu þar til hann yrði 45 ára.