Sunnudagur 14. september 2014 kl. 14:04

Ljósanæturþáttur Sjónvarps Víkurfrétta

– Stefnumótastaurinn, ljósmyndir Jóns Tómassonar og fjölmargt annað

Ljósanæturþáttur Sjónvarps Víkurfrétta er kominn á vefinn í 1080P myndgæðum.

Í fyrri hluta þáttarins kíkjum við í Duushúsin á Ljósanótt en þar var meðal annars opnuð ljósmyndasýning í aldarminningu Jóns Tómassonar sem ljósmyndaði mannlífið í Keflavík í áratugi. Við ræðum við Margréti dóttur Jóns. Þá förum við á stofutónleika á Skólaveginum, sjáum dans og fjölbreyttar svipmyndir frá dagskrá Ljósanætur.

Í síðari hluta þáttarins förum við á stefnumót við Magnús Kjartansson og Björgvin Halldórsson við syngjandi stefnumótastaurinn á Hafnargötunni í Keflavík.  Við fáum okkur einnig kjötsúpu frá Skólamat, skoðum minningalund og sjáum nokkur tónlistaratriði. Þá sjáum við einnig þúsundir Ljósanæturgesta í árgangagöngu.