Föstudagur 29. júní 2018 kl. 10:30

Leikskólastörf fyrir nemendur Vinnuskólans

-Vinnuskólinn í Reykjaensbæ býður upp á leikskólastörf og kynningar fyrir unglingana



Vinnuskóli Reykjanesbæjar býður í sumar uppá að krakkar gætu unnið á leikskóla í staðinn fyrir hina hefbundnu bæjarvinnu en þar eru helstu verkefnin að hreinsa bæinn. Sex stelpur sóttu um að vinna hjá leikskólanum Gimli í Njarðvík í sumar. Salvör Björk Pétursdóttir og Katrín Dögg Lucic eru tvær 16 ára stúlkur sem nýttu sér það tækifæri. Við spjölluðum við þær og heimsóttum þær á Gimli og ræddum einnig við Karen Valdimarsdóttur, leikskólastjóra og Gunnu Sigurðardóttur, aðstoðarleikskólastjóra.

Hvernig kom það til að þú sért að vinna á leikskóla?

Salvör: Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á börnum og allt sem tengist börnum frá því ég var lítil.

Katrín: Ég hef mikinn áhuga á að vinna með börnum og þetta er skemmtilegt.

Afhverju vildir þú vinna á Gimli?

S: Ég var á Gimli sem barn og bý hérna í hverfinu þannig það kom ekkert annað til greina.

K: Ég bý hérna í nágreninu og á tvær yngri systur hérna.

Af hverju varst þú valin?

S: Ég sótti um í vinnuskólann og talaði við Karen skólastjóra og hún sagði að ég væri velkomin hingað.

Er gaman að vinna hérna?

S: Já, mjög. Börnin eru mjög ólík og skemmtileg og þetta er skemmtilegt og krefjandi starf.

Ætlarðu að vinna í allt sumar eða tekurðu frí?

Báðar: Við erum að vinna á A tímabili sem eru fjórar vikur.

Er þetta eitthvað sem þú myndir vilja gera þegar þú verður eldri?

K: Já, ég er samt búin að stefna á annað en ef ég hef ekki áhuga á því seinna er þetta alveg möguleiki.

S: Já ég gæti alveg hugsað mér að gera þetta.

Finnst þér þetta ekki vera mjög góður undirbúningur?

S: Ekkert smá. Virkilega góður undirbúningur sérstaklega, fyrir þá sem vita ekki hvað þeir ætla að gera þegar þeir verða eldri og mér finnst mjög flott hjá Reykjanesbæ að leyfa krökkum að prófa þetta.

K: Jú, mjög góður undirbúningur.

Mælirðu með þessu?

S: Algjörlega fyrir alla.

Salvör Pétursdóttir var ánægð á Gimli.

Katrín Dögg Lucic segir leikskólastarfið geta komið til greina hjá sér í framtíðinni.



Árni Þór Guðjónsson er 15 ára blaðamaður hjá VF og tók viðtölin við stelpurnar og leikskólastjórana.

Úr heimsókn Gimlis í Hafnirnar.

Peyjar við leik á leikskólanum Gimli í Njarðvík.