13.04.2017 20:30

Kvenprestarnir í Keflavíkurkirkju

– Þær Erla og Eva í ítarlegu páskaviðtali við Suðurnesjamagasín. Hér er lengri útgáfa viðtalsins.

Tvær ungar konur eru við stjórnvölinn í Keflavíkurkirkju en það er ekki algengt í kirkjum landsins. Erla Guðmundsdóttir er sóknarprestur og hefur verið með karlaprestum í kirkjunni síðastliðinn áratug. Nú er hún með aðra unga konu sér við hlið í preststarfinu. Hún heitir Eva Björk Valdimarsdóttir. Þriðja konan í Keflavíkurkirkju er rekstrarstjórinn Þórunn Þórisdóttir en fjórði fasti stafsmaðurinn er organistinn Arnór Vilbergsson. 
 
Léttleikinn er nokkuð áberandi í kirkjunni og fjölbreytt starfið þar er altalað. „Við lærðum ekki að vera skemmtilegar í guðfræðinni,“ sögðu þær Erla og Eva Björk léttar í bragði en þær sitja fyrir svörum í Víkurfréttaviðtali um ýmis mál sem tengjast kirkjunni og kristinni trú. 
 
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.