13.03.2013 06:30

Knattspyrnudómarinn slær í gegn á Réttinum

-kótilettur, fiskur og kjúklingur meðal vinsælla rétta eins og sjá má í Suðurnesjamagasín-innslagi.

Matstofan Rétturinn hefur sannarlega slegið í gegn eftir að staðurinn opnaði árið 2009. Knattspyrnudómarinn Magnús Þórisson er þar að kokka alla daga.

„Þetta hefur gengið eins og í sögu. Ég er mjög þakklátur fyrir mótttökurnar,“ segir Magnús. Sjónvarpslið Víkurfrétta fór á Réttinn einn föstudag og heyrði í Magnúsi kokki og dómara og ræddi einnig stuttlega við forráðamenn Kótilettuklúbbsins. Innslagið birtist í Suðurnesja-magasíni.