Laugardagur 11. apríl 2015 kl. 07:19

Inniflug í Reykjaneshöll

Þó úti blási hvassir vindar þá er engin afsökun að geta ekki flogið flugmódelum. Einu sinni í viku mæta félagar í Flugmódelklúbbi Suðurnesja í Reykjaneshöllina og fljúga vélum sínum þar. Félagsmenn hafa haft vetursetu í Reykjaneshöllinni síðan 2009.

Sjónvarp Víkurfrétta kíkti á módelflugið og úr varð meðfylgjandi innslag.