Miðvikudagur 13. mars 2013 kl. 07:13

Hvernig bjó kaninn?

Dagný Gísladóttir er þessa dagana að velta fyrir sér þeirri spurningu hvernig heimili bandarískra hermanna sem bjuggu á Keflavíkurflugvelli. Núna sex árum eftir brotthvarf Varnarliðsins hefur Dagný fengið til afnota stóra fjölskylduíbúð nærri Offiseraklúbbnum sem hún ætlar að innrétta með húsgögnum og munum bandarískra hermanna frá árunum 1996 til 2006. Með sýningunni ætlar hún ekki bara að horfa á hermanninn, heldur frekar fjölskylduna hans og þetta hversdagslega líf sem var í herstöðinni. Þá verður horft til þeirra áhrifa sem lífið innan girðingar hafði á nágrannana utan girðingarinnar.

Það er hins vegar ekki auðvelt að nálgast muni á sýninguna þar sem fjölskyldur hermanna fluttu ávallt með sér búslóðina eftir að henni hafði verið pakkað vandlega niður. Nú biðlar Dagný hins vegar til fólks sem hugsanlega á muni eða húsgögn frá Varnarliðsfólki að lána þá á sýninguna.

Samstarfsaðilar Dagnýjar eru Byggðasafn Reykjanesbæjar og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Þeir sem vilja leggja Dagnýju lið geta haft samband í síma 862 2208 eða sent póst á netfangið [email protected]