Fimmtudagur 14. maí 2015 kl. 16:54

Hressandi sjónvarp frá Suðurnesjum

- 18. þáttur Sjónvarps Víkurfrétta í vaðandi háskerpu

Það er hressandi sjóvarpsþáttur frá Suðurnesjum á dagskrá ÍNN í kvöld. Átjándi þáttur Sjónvarps Víkurfrétta á þessu ári er kominn á vefinn.

Við tökum hús á Erlu Guðmundsdóttur, nýkjörnum sóknarspresti í Keflavíkursókn. Við ræðum einnig við Guðjón Kristjánsson í Sandgerði um samstarf við Finna í skólamálum. Við spurðum einnig Guðmund Steinarsson, #askgudmundur, en hann hefur verið að kynna Reykjanes fyrir heimsbyggðinni.

Í síðari hluta þáttarins förum við á flug með flugnema í Keili og kíkjum á söngleik sem ungt fólk er að setja upp í Kirkjulundi.

Þátturinn verður sýndur á ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30. Þátturinn er í meðfylgjandi myndskeiði í háskerpu.