06.04.2017 20:00

Horfðu hér: Suðurnesjamagasín 6. apríl 2017

– Allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum

Suðurnesjamagasín - vikulegur þátt frá Víkurfréttum er á dagskrá Hringbrautar í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20:00 og aftur kl. 22:00. Viðfangsefni okkar þessa vikuna eru bæði fjölbreytt og skemmtileg.
 
Við byrjum þáttinn með Arnari Stefánssyni sem tekur upp myndskeið í tvær sekúndur á dag og setur í myndband um líf sitt og fjölskyldunnar.
 
Malarvöllurinn í Keflavík hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Þar æfa ungir knattspyrnumenn í anda liðinnar tíðar. Á sama tíma er grasvöllurinn orðinn iðagrænn og hefur aldrei verið í betra ástandi - og enn er vetur!
 
Systkinin Sara og Sindri eru í hjúkrunarfræðinámi. Við kynntum okkur námið þeirra og þá staðreynd að alltof fáir strákar eru hjúkrunarfræðingar á Íslandi í dag.
 
Við förum einnig á árshátíð Grunnskóla Grindavíkur og heyrum tóndæmi frá Söngvaskáldum á Suðurnesjum - en við byrjum þáttinn á myndbandagerð.
 
Þáttinn má sjá í HD í spilaranum hér að ofan.